Arda Turan, leikmaður Barcelona, gæti verið á leið í 12 ára fangelsi samkvæmt tyrknenskum fjölmiðlum.
Turan er þessa stundina á mála hjá Istanbul Basaksehir í heimalandinu en hann er þar í láni.
Hann komst í fréttirnar á síðasta ári fyrir að ráðast á poppstjörnuna Berkay Sahin á næturklúbbi.
Sahin nefbrotnaði eftir árás Turan en söngvarinn segir að hann hafi látið ljót ummæli falla um eiginkonu sína.
Einnig var talað um að Turan hafi mætt með byssu upp á spítala til að biðja Sahin fyrirgefningar og bað hann um að skjóta sig.
,,Ég vissi ekki að hún væri eiginkona þín. Fyrirgefðu. Skjóttu mig ef þú vilt,“ á Turan að hafa sagt við Sahin.
Málið er nú í vinnslu hjá yfirvöldum en fjórar kærur hafa verið lagðar fram á hendur leikmannsins.
Spænskir og tyrkneskir miðlar tala um að Turan gæti fengið allt að þriggja til 12 ára fangelsisdóm.