Rio Ferdinand hefur nefnt þann leikmann sem hann væri mest til í að sjá semja við Manchester United.
Ferdinand er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður United og var frábær varnarmaður á sínum tíma.
Vörn United hefur ekki verið eins góð undanfarin ár og þarf líklega að styrkja hana næsta sumar.
Ferdinand var spurður út í það hvaða leikmann hann myndi taka til United ef hann fengi að velja einn.
,,Ég myndi segja Virgil van Dijk… Það er staða sem við þurfum að styrkja mest,“ sagði Ferdinand.
Van Dijk er á mála hjá Liverpool og hefur verið frábær fyrir liðið síðan hann kom í janúar í fyrra.