Það eru margir stuðningsmenn Manchester United sem vonast eftir því að Ole Gunnar Solskjær verði ráðinn endanlegur stjóri liðsins.
Solskjær var ráðinn tímabundið til United í desember eftir brottrekstur Jose Mourinho.
Það hefur verið allt annað að sjá United undir Solskjær og er liðið með átta sigra í röð.
Samkvæmt veðbönkum er Solskjær líklegastur til að fá starfið er ákvörðun verður tekin í sumar.
Mauricio Pochettino er næst líklegastur til að taka við en hann er stjóri Tottenham í dag.
Þeir Zinedine Zidane, Massimilaino Allegri og Gareth Southgate eru einnig nefndir til sögunnar.