Það er oft boðið upp á óvænt úrslit í knattspyrnu þar sem lið skora mun fleiri mörk en búist er við.
Nefna má leik Manchester City og Burton í enska deildarbikarnum en Burton fékk níu mörk á sig í þeim leik.
Það er þó ekkert miðað við kvennalið CP Pego í Portúgal sem spilaði við kvennalið Benfica.
Benfica hefur líklega aldrei fengið auðveldara verkefni en liðið skoraði heil 32 mörk á 90 mínútum!
Markvörður CP Pego mun aldrei gleyma þessum leik en hún þurfti að sækja knöttinn í netið yfir 30 sinnum.
Sjón er sögu ríkari.
Benfica women 32-0 CP Pego ?
Damn.
(? @SLBenfica) pic.twitter.com/83gP88dPC1
— B/R Football (@brfootball) 28 January 2019