fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Gullnáma á Hlíðarenda sem gæti skilað hinu sögulega skrefi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. janúar 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur er stórhuga fyrir Pepsi-deild karla í sumar. Liðið hefur unnið deildina á tveimur síðustu tímabilum og miðað við hvernig félagið hefur farið að hlutunum í vetur, er allt kapp lagt á að liðið vinni deildina þriðja árið í röð. Valsmenn eru búnir að styrkja liðið hressilega í vetur; hefur misst nokkra góða leikmenn en bætt við sig. Líklegt er að félagið muni styrkja sig enn frekar og allt stefnir í að Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska A-landsliðsins, sé að koma í Val. Þá hafði Ari Freyr Skúlason, bakvörður Lokeren og landsliðsins, verið orðaður við liðið. Umboðsmaður hans, Magnús Agnar Magnússon, útilokaði að hann væri á heimleið.

Hvalreki að fá Hannes

Hannes Þór Halldórsson hefur verið besti markvörður Íslands á síðustu árum, hann er 34 ára gamall og leikur í dag með Qarabag í Aserbaídsjan. Þar hefur hann hins vegar fá tækifæri fengið og íhugar því heimkomu. Hannes á nóg eftir eins og hann sannaði síðasta sumar þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu. Fyrir er Valur með Anton Ara Einarsson, sem var í íslenska landsliðinu sem fór í verkefni í Katar. Ef Val tekst að klófesta Hannes er ljóst að sá efnilegi markvörður gæti leitað annað. Koma Hannesar segir allt um hversu stórhuga Valsmenn eru.

Heldur sigurganga Óla Jó áfram?

Ólafur Jóhannesson er að hefja sitt fimmta tímabil sem þjálfari Vals. Honum til aðstoðar hefur verið Sigurbjörn Hreiðarsson, en í vetur bættist Kristófer Sigurgeirsson í hópinn. Á fyrstu fjórum tímabilunum hefur Ólafur alltaf unnið titla, fyrstu tvö árin hans í starfi varð liðið bikarmeistari. Tveir Íslandsmeistaratitlar hafa svo fylgt í kjölfarið. Ansi líklegt er að félagið vinni titil í ár og alls ekki ólíklegt að liðið vinni tvöfalt, eitthvað sem hefur reynst erfitt á síðustu árum. Þjálfaferill Ólafs er magnaður, hann vann fjölda titla með FH áður en hann varð landsliðsþjálfari. Hann stýrði svo Haukum áður en hann tók við Val.

Fyrsta alvöru Evrópuævintýrið?

FH og nú Valur hafa sett sér það markmið að komast í riðlakeppni í Evrópu, um ótrúlegt skref yrði að ræða ef það gengi eftir. FH og Stjarnan hafa komist nálægt því og Valur var ekki langt frá því síðasta sumar. Miðað við leikmannahóp Vals á pappírum í dag ætti liðið að eiga góðan möguleika á að ná þeim áfanga. Aldrei hefur íslenskt félag haft jafn mikla breidd í hópi sínum og Valur hefur í dag og árangur liðsins í Evrópu skilaði félaginu 150 milljónum síðasta sumar. Takist liðinu til dæmis að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, sem er raunhæfari möguleiki en í Meistaradeildina, myndi sú upphæð verða mun hærri.

Erfitt að komast í liðið

Það er ljóst að það verður talsverður höfuðverkur fyrir Ólaf Jóhannesson að velja aðeins ellefu leikmenn í byrjunarlið sitt í sumar. Margir verða ósáttir enda þurfa stór nöfn að setjast á tréverkið eða jafnvel að vera utan hóps. Bjarni Ólafur Eiríksson, sem verið hefur vinstri bakvörður liðsins, er í pásu frá fótbolta. Hann íhugar samt að leika með liðinu í sumar og telja leikmenn Vals að hann muni snúa aftur. Bjarni hefur verið einn besti leikmaður Vals á síðustu árum. Ef Hannes Halldórsson kemur svo á Hlíðarenda, eins og allt stefnir í, þá getur Valur stillt upp tveimur ellefu manna byrjunarliðum sem geta barist á toppi deildarinnar. Þannig gætu menn sem teljast atvinnumenn, líkt og Emil Lyng og Orri Sigurður Ómarsson, þurft að verma varamannabekkinn. Valur gæti einnig leikið sér með leikkerfi og spilað með þrjá í hjarta varnarinnar, þar er liðið með ótrúlegt magn af gæðum.

Tvö sterk byrjunarlið Vals:

Komnir:

Birnir Snær Ingason
Kaj Leó í Bartalsstovu
Garðar Bergmann Gunnlaugsson
Emil Lyng
Gary Martin
Lasse Petry
Orri Sigurður Ómarsson

Farnir:

Patrick Pedersen
Guðjón Pétur Lýðsson
Andri Fannar Stefánsson
Dion Acoff
Tobias Thomsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal

Gyokores búinn að skrifa undir hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum

Slot staðfestir að Diaz sé líklega á förum
433Sport
Í gær

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Í gær

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“
433Sport
Í gær

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum