Það voru mikil læti í London í gær er Millwall fékk Everton í heimsókn í enska bikarnum.
Stuðningsmenn Millwall eru mjög blóðheitir og taka oft hressilega á stuðningsmönnum gestaliðsins.
Það var slegist harkalega á götunni fyrir leikinn í gær sem Millwall vann að lokum 3-2.
Stuðningsmaður Everton, Jason Burns, missti af leiknum en hann var partur af slagsmálunum fyrir leik.
Hann var skorinn illa í andlitið og þurfti á læknisaðstoð að halda. Meiðslin munu skilja eftir sig ljótt ör.
Sauma þurfti mörg spor í andlit Burns sem birti mynd af því á Facebook-síðu sína.
,,Ég get ekki horft á sjálfan mig í spegli,“ skrifaði Burns á meðal annars.