John Coleman, þjálfari Accrington Stanley, var brjálaður í gær eftir leik við Derby í enska bikarnum.
Coleman var hundfúll með dómarann Jon Moss sem rak miðjumanninn Dan Barlaser af velli.
Coleman segir að Moss sé ótrúlega hrokafullur náungi en hann reyndi að ræða við hann eftir lokaflautið.
,,Mér líður eins og ég sé veikur. Mig langaði að æla þegar ég sá þá fagna fyrir framan sína stuðningsmenn,“ sagði Coleman.
,,Þeir eiga fullan rétt á því en mér varð flökurt því þeir áttu þetta ekki skilið. Jafnvel hörðustu stuðningsmenn Derby myndu viðurkenna það.“
,,Það besta sem þeir áttu að fá var jafntefli. Við fengum að finna fyrir nokkrum hörmulegum ákvörðunum.“
,,Ég fór og hitti dómarann eftir leik og hann henti mér út. Hrokinn í honum var ótrúlegur, því meira sem þú gagnrýnir hann, því stærra verður vandamálið. Það er ekki hægt að vinna.“