Gonzalo Higuain, leikmaður Chelsea, var næstum hættur að spila fótbolta árið 2016.
Hann frétti þá af því að móðir sín væri mjög veik og var hún í lífshættu um tíma. Higuain spilaði með Napoli á þessum tíma.
Hann ætlaði sjálfur að hætta að spila svo hann gæti annast móður sína. Hún gaf hins vegar ekki grænt ljós á það.
Higuain hélt áfram að spila og hefur móðir hans jafnað sig algjörlega af þessum veikindum.
,,Ég ákvað strax að ég þyrfti að hætta að spila fótbolta svo ég gæti séð um móður mína,“ sagði Higuain.
,,Mig grunaði að eitthvað væri að þegar Copa America var í gangi en fékk samt mikið sjokk þegar ég heyrði sannleikann.“
,,Ég fékk samviskubit því ég spilaði úrslitaleikinn án þess að vita af þessu. Það var eins og heimurinn minn hafi hrunið.“
,,Ég hafði ekki áhuga á neinu nema móður minni. Ég sagði henni að ég væri hættur í fótbolta og ef ég hefði fengið að ráða því þá hefði það gerst.“
,,Hún sagði mér að hún myndi ekki leyfa mér að hætta að gera það sem ég elska. Hún bað mig um að halda áfram fyrir sig og ég gerði það.“