Framherjinn Emiliano Sala er týndur þessa stundina en hann var farþegi í flugvél sem hrapaði í vikunni.
Sala var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff og flaug með lítilli einkaflugvél frá Frakklandi til Wales.
Það ríkir mikil sorg í knattspyrnuheiminum en Sala og flugmaðurinn David Ibbotson voru um borð.
Yoann Barbet, leikmaður Brentford, var góðvinur Sala en þeir voru saman hjá Bordeaux á sínum tíma.
Hann talar mjög vel um framherjann sem hafði raðað inn mörkum fyrir Nantes á tímabilinu.
,,Ég get ekki áttað mig á þessu. Þetta er svo sorglegt. Ég spilaði með Emiliano í tvö ár hjá Bordeaux, hann var frábær náungi,“ sagði Barbet.
,,Hann kom frá Argentínu og talaði ekki frönsku en lærði tungumálið mjög fljótt sem hjálpaði honum að aðlagast.“
,,Í fyrstu leit hann ekki út fyrir að vera svo góður, hann var ekki tæknilega sá besti. Hann var með það sem Argentínmenn kalla ‘La Grinta’ – hann var svo metnaðarfullur og vinnusamur.“
,,Hann æfði svo mikið á hverjum degi. Þegar ég sá hann semja við Cardiff þá var ég ekki hissa því hann gerði svo vel hjá Nantes.“
,,Hvert sem hann fór – Bordeaux, Orleans, Caen og Nanrtes – allir sögðu að hann væri frábær persónuleiki og fór á góðum nótum.“
,,Það var algjört sjokk að kveikja á símanum í síðustu viku og sjá hvað gerðist. Þú baðst til Guðs um að hann yrði fundinn.“
,,Með tímanum þá því muður gerðist það ekki svo vonin fjaraði út. Hugur minn er hjá fjölskyldu Emiliano og fjölskyldu flugmannsins. Þetta er svo sorglegt, ég hef misst vin minn.“