Daniel Levy, eigandi Tottenham, varð brálreiður á dögunum er hann heyrði af áhuga Real Madrid.
Spænskir miðlar hafa þetta eftir góðvini Levy sem heyrði það að Real væri að undirbúa tilboð í Christian Eriksen.
Eriksen er einn allra mikilvægasti leikmaður Tottenham en hefur áður verið orðaður við brottför.
Tottenham þekkir það að selja leikmenn til Real og má nefna þá Luka Modric og Gareth Bale.
Ef Real sýnir Eriksen áhuga þá gæti verið lítið sem Levy gæti gert til að koma í veg fyrir sölu.
Hann vill alls ekki missa leikmanninn til Spánar og er kominn með nóg af því að sínar stjörnur fari í stærra lið.