Framherjinn Emiliano Sala er týndur þessa stundina en hann var farþegi í flugvél sem ferðaðist frá Nantes til Cardiff á dögunum.
Flugvélin hvarf óvænt af radar um kvöldið og er í raun alveg óljóst hvað hefur átt sér stað.
Lögreglan á Englandi leitaði að Sala og flugmanninum David Ibbotson í þrjá daga en leitin skilaði engum árangri.
Það ríkir mikil sorg í knattspyrnuheiminum en Sala var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff.
Systir Sala, Romina, hefur grátbeðið lögregluna um að halda áfram að leita að bróður sínum.
Hún var mætt fyrir utan heimavöll Cardiff í gær þar sem margir voru búnir að votta sína virðingu.
Eins og má sjá hér fyrir neðan var Romina skiljanlega í gríðarlegu uppnámi og hágrét.
.