Lögreglan í Bretlandi gaf það út á fimmtudaginn að hætt væri að leita að framherjanum Emiliano Sala og flugmanninum Dave Ibbotson.
Sala og Ibbotson voru farþegar í flugvél í síðustu viku sem hvarf skyndilega á leið sinni frá Nantes til Cardiff.
Eftir 72 klukkutíma leit þá gafst lögreglan upp sem varð til þess að fjölskylda Sala bað almenning um hjálp.
Fjölmargir knattspyrnumenn hafa kallað eftir því að leitinni verði haldið áfram og þar á meðal Lionel Messi, leikmaður Barcelona.
Nú er búið að safna 130 þúsund pundum svo að leitin geti farið aftur af stað en það verður án hjálp lögreglunnar.
Leikmenn eins og Demaray Gray hjá Leicester, Ilkay Gundogan hjá Manchester City og Corentin Tolisso hjá Bayern Munchen hafa styrkt málefnið.