fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Leikmaður Cardiff bauð honum sæti í einkaflugvélinni sem hrapaði – Var sjálfur að leita að flugi

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. janúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Emiliano Sala er týndur þessa stundina en hann var farþegi í flugvél sem ferðaðist frá Nantes til Cardiff á dögunum.

Flugvélin hvarf óvænt af radar um kvöldið og er í raun alveg óljóst hvað hefur átt sér stað.

Lögreglan á Englandi leitaði að Sala og flugmanninum David Ibbotson í þrjá daga en leitin skilaði engum árangri.

Það ríkir mikil sorg í knattspyrnuheiminum en Sala var nýbúinn að skrifa undir samning við Cardiff.

Sky Sports greinir nú frá því að Sala hafi sjálfur leitað að flugi áður en honum var boðið sæti í lítilli einkaflugvél.

Það var Jack McKay, leikmaður Cardiff, sem bauð Sala sæti í flugvélinni fyrir fyrstu æfingu daginn eftir.

McKay er 22 ára gamall sóknarmaður Cardiff en hann hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu.

Faðir hans, Willie McKay er umboðsmaður og spilaði stórt hlutverk í að koma Sala frá Nantes til Cardiff fyrir 15 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga

Félögin græða vel næsta sumar – FIFA stækkar kökuna sem fer til félaga