Gonzalo Higuain gekk í raðir Chelsea á dögunum en hann kemur til félagsins frá Juventus.
Higuain er þekktur markaskorari en hann raðaði inn mörkum fyrir Real Madrid, Napoli og Juventus.
Hann var lánaður til AC Milan í byrjun tímabils en þar skoraði hann aðeins sex deildarmörk.
Higuain hefur oft verið ásakaður um að vera of þungur og er með þannig orðspor á sér.
Fyrrum liðsfélagar hans hjá Milan, Suso og Jose Mauri gerðu grín að framherjanum á Instagram í gær.
Higuain birti mynd af sér æfa í Chelsea æfingagalla og lítur út fyrir að vera í fínu standi.
,,Þeir hefðu getað látið þig fá stærri buxur,“ skrifaði Suso áður en Mauri bætti við að það væri ekki til stærri stærð en XXL.
Hér fyrir neðan má sjá myndina og svo ummæli leikmannana á spænsku.