fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Jói Berg útskýrir muninn á tveimur efstu deildunum: ,,Missir boltann og það er líklega mark“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. janúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Jóhann hefur spilað í Championship-deildinni og ensku úrvalsdeildinni þar sem hann spilar með Burnley í dag.

Hann var áður á mála hjá Charlton í næst efstu deild og vakti athygli fyrir frammistöðu sína þar.

Hann segir að það sé klár munur á þessum deildum og fór aðeins yfir það í þættinum.

,,Munurinn er að ef þú gerir mistök í úrvalsdeildinni þá er þér bara refsað en þú kemst upp með meira í Championship,“ sagði Jóhann.

,,Í báðum deildum er mjög hátt tempó en samt ef þú gerir mistök í úrvalsdeildinni, það eru það góðir leikmenn að þér er refsað. Ef þú missir boltann á hættulegum stað þá er það líklega mark.“

,,Í Championship-deildinni eru ekki eins mikil gæði og þú kemst upp með fleiri mistök, ég held að það sé aðal munurinn. Það eru bara gæðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Steinhissa þegar hún fékk mörg skilaboð frá heimsfrægum mönnum – ,,Þið vitið öll hverjir þeir eru“

Steinhissa þegar hún fékk mörg skilaboð frá heimsfrægum mönnum – ,,Þið vitið öll hverjir þeir eru“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Árni Vill æfir með KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“
433Sport
Í gær

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“
433Sport
Í gær

Keypti tösku sem kostar 54 milljónir til að dekra við kærustuna – Sjáðu myndina

Keypti tösku sem kostar 54 milljónir til að dekra við kærustuna – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Pogba fékk gott grín í andlitið frá manni sem hann elskar: ,,Er hann að biðja mig um selfie?“

Pogba fékk gott grín í andlitið frá manni sem hann elskar: ,,Er hann að biðja mig um selfie?“
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“