fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
433Sport

Þess vegna eru Aron Einar og Arnór alltaf númer 17

Fókus
Laugardaginn 19. janúar 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Aron Einar Gunnarsson og Arnór Þór Gunnarsson er íslenskum íþróttaáhugamönnum að góðu kunnir enda áberandi á sínu sviði. Aron Einar er einn af okkar fremstu knattspyrnumönnum og Arnór Þór Gunnarsson einn okkar fremsti handboltamaður og einn markahæsti leikmaður HM sem nú stendur yfir.

Athygli vekur að bæði Aron og Arnór leika í treyju númer sautján en fyrir því er gild ástæða. Móðir þeirra bræðra, Jóna Emilía Arnórsdóttir, segir frá því á skemmtilegan hátt í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Má ástæðuna rekja til húss á Ísafirði sem stendur við Fjarðarstræti og er götunúmer þess 17.

Afi og amma þeirra bræðra í móðurætt, Arnór Sigurðsson og Hulda Jónsdóttir, bjuggu lengi vel í umræddu húsi og ólst móðir þeirra, Emilía, upp í því að stórum hluta.

„Við vorum alltaf dugleg að heimsækja foreldra mína meðan þau voru á lífi og þegar strákarnir voru litlir bjuggum við einn vetur á Ísafirði, í sömu götu. Þeir tengja því báðir við húsið og það er ákaflega skemmtilegt að þeir hafi valið að vísa í það með þessum hætti. Arnór byrjaði á þessu, enda eldri, og Aron tók það síðan upp eftir honum. Þeim er greinilega annt um rætur sínar og við hugsum öll með hlýju til Ísafjarðar,“ segir Jóna í viðtalinu við Morgunblaðið en þar ræðir hún meðal annars um íþróttaiðkun sona sinna, þá einkum Arnórs sem verður í eldlínunni með Íslandi gegn Þjóðverjum á HM í kvöld klukkan 19.30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“

Nefndi ótrúlegt tímabil Arsenal og sá strax eftir því – ,,Megum ekki nefna það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Simons orðaður við Chelsea

Simons orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Birti stórfurðulegt myndband á golfvellinum – Átti í miklum vandræðum með að slá kúluna

Birti stórfurðulegt myndband á golfvellinum – Átti í miklum vandræðum með að slá kúluna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi

Goðsögn kveður og gerir fjögurra ára samning í Tyrklandi
433Sport
Í gær

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi

Seldi 70 þúsund treyjur á einum degi
433Sport
Í gær

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús

Gascoigne fannst meðvitundarlaus og var fluttur á sjúkrahús
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni

Besta deildin: Þrjú lið á toppnum með 30 stig eftir sigur Vals í Víkinni