fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Skammar Manchester City fyrir að niðurlægja mótherja: Þeir áttu þetta ekki skilið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City setti met í enska deildarbikarnum á dögunum er liðið vann Burton Albion 9-0 í undanúrslitum.

Það er met í undanúrslitum keppninnar en ekkert lið hefur unnið með eins miklum mun í sögunni.

Adrian Durham, blaðamaður TalkSport, skammar City fyrir hvernig þeir tóki á Burton sem leikur í þriðju efstu deild.

City hætti aldrei að reyna og keyrði á Burton í 90 mínútur og endaði á því að skora heil níu mörk.

,,Burton var burstað 9-0 af Manchester City. Ef þetta væri deildarleikur, þá allt í lagi, markatalan gæti skipt máli í lok tímabils,“ skrifaði Durham.

,,Burton lagði svo hart að sér til að komast upp þennan stiga með mjög takmarkað fjármagn og með engan auðkýfing fyrir aftan sig. Þeir áttu þetta ekki skilið, það sem City bauð þeim upp á.“

,,Átti Burton skilið að vera sigrað með svona miklum mun sem setti met? Nei, þeirra gengi verðskuldaði betri útkomu.“

,,Þeir vissu það að þeir væru líklega á leið úr keppinni en 9-0 var ekki eitthvað sem þeir áttu skilið.“

,,Væri það óíþróttamannslegt af City að taka fótinn af bensíngjöfinni? Það er hægt að horfa á það þannig en það er líka önnur hlið.“

,,Markmiðið er að komast áfram, að komast áfram úr þessari viðureign. Um leið og það var búið og gert, af hverju að niðurlægja Burton?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Birnir Breki til ÍA
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Í gær

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur