fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
433Sport

Ragnheiður íhugar framboð hjá KSÍ: ,,Held að það gæti hleypt fjöri í kosninguna“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er að íhuga að bjóða sig fram í formannskjöri KSÍ sem fer fram þann 9. febrúar næstkomandi.

Þetta staðfesti Ragnheiður á Facebook síðu sinni í kvöld en hún myndi þá bjóða sig fram gegn Guðna Bergssyni og Geir Þorsteinssyni.

Geir sem er heiðursformaður KSÍ, gaf það sjálfur út á dögunum að hann ætlaði að bjóða sig fram á ný en Guðni hefur verið formaður undanfarin tvö ár.

Ragnheiður er fyrrum alþingiskona en sonur henna er Ríkharður Daðason, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu.

Ríkharð ættu flestir að þekkja en hann lék 44 landsleiki fyrir Ísland á sínum tíma og skoraði 14 mörk. Hann lék með liðum á borð við Stoke, Lillestrom og Viking í atvinnumennsku.

Faðir hennar er þá Ríkharður Jónsson en hann lék með íslenska landsliðinu frá 1947 til 1965. Hann skoraði 17 mörk í 33 leikjum. Eins og faðir sinn er Ragnheiður frá Akranesi.

,,Í ljósi þess að Geir Þorsteinsson ætlar að bjóða sig fram til formanns KSÍ á nýjan leik þá er ég að velta fyrir mér að gefa kost á mér líka,“ skrifaði Ragnheiður á Facebook.

,,Held að það gæti hleypt fjöri í kosninguna. Ég hef mikla stjórnunarreynslu sem og reynslu af félagsmálum, áhugamanneskja um fótbolta frá barnsaldri bæði sem dóttir og mamma, held að þessi reynsla mín gæti nýst í starfinu.“

Ragnheiður gæti því blandað sér í baráttuna en ársþing KSÍ fer fram 9. febrúar. Það er skylda að tilkynna framboð með tveggja vikna fyrirvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu

Selja ársmiða fyrir um 500 þúsund krónur – Ekkert lið kemst nálægt toppsætinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana

Lögreglan varð 35 ára plötusnúð að bana
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför

Yfirgefur æfingabúðir félagsins sem ýtir sterklega undir brottför
433Sport
Í gær

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano

Annað ‘Here we go’ komið frá Romano
433Sport
Í gær

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims

Ótrúlega metnaðarfullir fyrir komandi tímabil – Nú orðaðir við einn besta markvörð heims
433Sport
Í gær

Rafinha leggur skóna á hilluna

Rafinha leggur skóna á hilluna
433Sport
Í gær

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Í gær

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum