Wayne Rooney var handtekinn þann 16. desember síðastliðinn fyrir að láta illa á flugvelli í Bandaríkjunum.
Rooney var nýkominn til landsins frá Sádí Arabíu en hann fékk sér of mikið í tána og blandaði áfengi saman við svefntöflur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rooney er öfurölvi á almannafæri samkvæmt blaðakonunni Celia Walden.
Walden er einnig eiginkina sjónvarpsmannsins Piers Morgan og fóru þau út að borða með Rooney og eiginkonu hans Colleen fyrir sex árum síðan.
,,Rooney hefur bara misskilið hversu mikið áfengi hann er að taka inn alveg eins og hann gerði þetta kvöld í LA fyrir sex árum,“ skrifaði Celia.
,,Við fórum með hann og konu hans á Soho House og framherjinn byrjaði strax að panta marga drykki í einu, eitthvað sem Colleen var illa við.“
,,’Þarf ég að fara með þig heim?’ sagði sagði hún reið. Rooney féll svo aftur í risastóran plöntupott og þá fékk hún svarið.“