Xherdan Shaqiri spilaði með liði Liverpool í gær sem mætti Wolves í enska bikarnum.
Shaqiri og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 sigur fer Wolves áfram í fjórðu umferð keppninnar.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki of súr eftir tapið og getur liðið nú einbeitt sér að öðrum keppnum.
Eftir leik þá fór Klopp og faðmaði sína leikmenn og þar á meðal svissnenska landsliðsmanninn.
Skemmtilegt myndband var nú að birtast af því faðmlagi en útlit er fyrir að Shaqiri hafi horfið eftir faðmlag frá Klopp.
Ákaflega skemmtileg sjónhverfing eins og má sjá hér. Einnig fylgir svipað skemmtilegt myndband af ‘töframanninum’ Rafa Benitez.
So that’s where Shaqiri lives… pic.twitter.com/44grkrUVtm
— FootballJOE (@FootballJOE) 8 January 2019