Tottenham er með forystu eftir fyrri leik liðsins gegn Chelsea í enska deildarbikarnum, um er að ræða undanúrslit.
Leikurinn fór fram á Wembley en nú styttist í að Tottenham geti opnað nýjan White Hart Lane og farið aftur heim.
Það var Harry Kane sem reyndist hetja liðsins en hann skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum í fyrri hálfleik.
Aðstoðardómarinn ætlaði að dæma rangstöðu þegar Kane slapp einn í gegn og Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea braut á honum. Myndbandsdómararnir (VAR) voru ekki á sama máli. Málið var skoðað aftur og aftur og vítaspyrna dæmd og Kepa fékk gult spjald.
Kane var öruggur á punktinum og þrýsti boltanum fast í netið og tryggði 1-0 sigur Tottenham.
Fyrir leik vakti það athygli að leikmenn beggja liða voru í eins jakka frá Nike, aðeins var öðruvísi merki. Leti í Nike segja netheimar.