fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool gagnrýnir drykkju Rooney: ,,Öll hans vandamál tengjast áfengi“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, var handtekinn í Washington í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Bandarískir fjölmiðlar keppast við að greina frá þessu en Rooney var handtekinn á Dulles flugvellinum sem er í Washington.

Rooney hafði verið í Sádí Arabíu og horft á kappakstur en var svo handtekinn á flugvellinum vegna ölvunnar á almannafæri. Einnig er greint frá því að Rooney hafi blótað mikið er hann var drukkinn og var alls ekki til fyrirmyndar.

,,Farið til fjandans,“ öskraði Rooney á lögregluan og starfsmenn flugvallarins þegar þeir ætluðu að ræða við hann um ástand hans. Rooney hafði drukkið vel af áfengi og tekið svefnpillur.

Danny Murphy fyrrum samherji Rooney í enska landsliðinu, telur að öll vandamál framherjans í lífinu hafi tengst áfengi.

,,Það hafa komið um mörg vandamál og öll tengjast þau áfengi, tölum ekkert í kringum það,“ sagði Murphy.

,,Mér finnst ekki gaman að segja það, það er samt sannleikurinn. Stundum skoðar maður svona sögur þar sem einhver hagar sér illa.“

,,Í 20 ár hefur honum verið sagt hverju hann á að vera í, hvað hann á að borða, hvar hann á að vera. Fótboltinn heldur þér á lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu varnarmanns

Arsenal staðfestir komu varnarmanns
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Í gær

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí