Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, var handtekinn í Washington í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Bandarískir fjölmiðlar keppast við að greina frá þessu en Rooney var handtekinn á Dulles flugvellinum sem er í Washington.
Rooney hafði verið í Sádí Arabíu og horft á kappakstur en var svo handtekinn á flugvellinum vegna ölvunnar á almannafæri. Einnig er greint frá því að Rooney hafi blótað mikið er hann var drukkinn og var alls ekki til fyrirmyndar.
,,Farið til fjandans,“ öskraði Rooney á lögregluan og starfsmenn flugvallarins þegar þeir ætluðu að ræða við hann um ástand hans. Rooney hafði drukkið vel af áfengi og tekið svefnpillur.
Danny Murphy fyrrum samherji Rooney í enska landsliðinu, telur að öll vandamál framherjans í lífinu hafi tengst áfengi.
,,Það hafa komið um mörg vandamál og öll tengjast þau áfengi, tölum ekkert í kringum það,“ sagði Murphy.
,,Mér finnst ekki gaman að segja það, það er samt sannleikurinn. Stundum skoðar maður svona sögur þar sem einhver hagar sér illa.“
,,Í 20 ár hefur honum verið sagt hverju hann á að vera í, hvað hann á að borða, hvar hann á að vera. Fótboltinn heldur þér á lífi.“