Forráðamenn Real Madrid ákváðu að birta myndband í dag sem sýnir dómarana sem sjá um VAR, um er að ræða atvik frá því í nóvember.
Um er að ræða myndband úr tapi gegn Eibar í nóvember þar sem Real Madrid fékk 3-0 skell.
Mark var fyrst um sinn dæmt af Eibar en eftir að myndbandsdómarar skoðuðu atvikið, var markið dæmt gilt.
Þessu fögnuðu dómararnir og eru forráðamenn Real Madrid gjörsamlega brjálaðir með þessa hegðun. Myndbandinu deilir félagið eftir að Jose Luis Munuera Montero, dómari dæmdi ekki víti fyrir liðið um helgina í tapi gegn Real Sociedad.
Jose Luis Munuera Montero er einmitt dómarinn sem var að sjá um VAR í leiknum í nóvember.
Forráðamenn Real Madrid telja að hann sé á móti félaginu, mynd af atvikinu má sjá hér að neðan.