Wolves 2-1 Liverpool
1-0 Raul Jimenez(38′)
1-1 Divock Origi(51′)
2-1 Ruben Neves(55′)
Liverpool er úr leik í enska bikarnum eftir leik við Wolves á útivelli í kvöld.
Wolves komst yfir í fyrri hálfleik er Raul Jimenez skoraði fínt mark og staðan orðin 1-0 fyrir heimamönnum.
Divock Origi fékk tækifæri hjá Liverpool í kvöld og jafnaði hann metin fyrir liðið í síðari hálfleik.
Stuttu síðar skoraði Ruben Neves svo sigurmark Wolves með laglegu skoti fyrir utan teig sem Simon Mignolet réð ekki við.
Lokastaðan því 2-1 fyrir Wolves sem fer áfram í næstu umferð. Dregið er í kvöld.