Neymar leikmaður PSG fékk sér hálfgerða hárkollu um jólin sem þolir ekki álagið í knattspyrnuleik.
Neymar spilaði sinn fyrsta leik eftir jólafrí gegn Pontivy í franska bikarnum í gær. Þar fór hárið að hrynja af kappanum.
Um var að ræða „Dredda“ sem margir kannast við Bob Marley gerði þá heimsfræga á sínum tíma. Neymar ákvað að fara í hans fótspor.
Greiðslan var nokkuð umdeild enda voru ekki allir á því að þetta færi Neymar neitt sérstaklega vel.
Dreddarnir fóru að fjúka af Neymar á meðan leik stóð og hann setti mynd af því á Instagram, hann hefur ákveðið að taka hárkolluna af sér.
Mynd af því eru hér að neðan.