fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Geir er sigurviss í baráttu sinni við Guðna: ,,Það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson hefur tilkynnt framboð sitt til formanns KSÍ en kosið verður um formann þann 9 febrúar. Geir hefur verið í burtu frá KSÍ í tvö ár.

Hann ætlaði sér í framboð fyrir tveimur árum en steig til hliðar þegar Guðni Bergsson og Björn Einarsson börðust um stólinn. Guðni hafði betur en nú vill Geir fá starfið aftur.

Geir starfaði í mörg ár fyrir KSÍ, fyrst sem framkvæmdarstjóri og síðar formaður. Hann segir í viðtali við Fréttablaðið að breyta þurfi því hvernig sambandið stjórnar.

„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir við Fréttablaðið.

„Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.

Geir segir að erlendis að þar hrífist allir af því starfi sem hann vann fyrir knattspyrnusambandið. Hann kvðeðst sigurviss.

,,Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast.“

„Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Van Dijk útilokar ekki að fleiri séu á leiðinni

Van Dijk útilokar ekki að fleiri séu á leiðinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“

Setur pressu á stjórann að vinna þrennuna á næsta tímabili – ,,Stefnum ekki á að enda í þriðja sæti“
433Sport
Í gær

Keypti tösku sem kostar 54 milljónir til að dekra við kærustuna – Sjáðu myndina

Keypti tösku sem kostar 54 milljónir til að dekra við kærustuna – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Fékk sér húðflúr til minningar um Jota eftir bílslysið hræðilega

Fékk sér húðflúr til minningar um Jota eftir bílslysið hræðilega
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni