Það er nú búið að draga í fjórðu umferð enska bikarsins en þriðju umferðinni lauk í kvöld.
Wolves gerði sér þá lítið fyrir og sló Liverpool úr leik og fær leik gegn annað hvort Shrewsbury eða Stoke.
Stórleikur næstu umferðar fer fram á Emirates í London þar sem Arsenal spilar sína leiki.
Arsenal mætir Manchester United í umferðinni og er það lang stærsta viðureignin.
Hér má sjá dráttinn í heild sinni.
Shrewsbury/Stoke gegn Wolves
Wimbledon gegn West Ham
Swansea gegn Gillingham
Brighton gegn West Brom
Bristol City gegn Bolton
Accrington Stanley gegn Derby/Southampton
Doncaster gegn Oldham
Chelsea gegn Sheffield Wednesday/Luton
Newcastle/Blackburn gegn Watford
Middlesbrough gegn Newport County
Manchester City gegn Burnley
Barnet gegn Brentford
Portsmouth gegn QPR
Arsenal gegn Manchester United
Crystal Palace gegn Tottenham