fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Eitt besta lið Frakklands mjög óvænt úr leik – Töpuðu gegn liði sem fáir hafa heyrt um

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið Marseille er úr leik í franska bikarnum en 64-liða úrslit fóru fram í dag og var spilað víðsvegar um landið.

Marseille hefur lengi verið eitt sterkasta lið Frakklands en hefur verið í veseni á leiktíðinni.

Liðið mætti Andreziux á útivelli í dag en það lið leikur í fjórðu efstu deild í Frakklandi.

Marseille fékk svo sannarlega skell í þeim leik en Andrezieux hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.

Marseille var mun sterkari aðilinn í leiknum en liðið átti 28 skot gegn aðeins sjö hjá heimaliðinu.

Einnig var liðið 78 prósent með knöttinn í leiknum en það dugði ekki til og eru þeir ljósbláu úr leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins