Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, meiddist í leik gegn Villarreal á fimmtudaginn.
Bale hefur lengi verið frábær leikmaður en á í erfiðleikum með að haldast heill og er oft meiddur.
Bale þurfti að yfirgefa völlinn á 22. mínútu á fimmtudaginn og mun líklega ekki snúa aftur fyrr en 19. janúar.
Spænskir fjölmiðlar tala um Bale í dag og segja að það sé eins og hann sé gerður úr gleri.
Þetta var í 22. skipti sem Bale meiðist hjá Real Madrid síðan hann kom til félagsins frá Tottenham árið 2013.
Þetta var þá í 13. skipti sem hann hefur yfirgefið leik snemma vegna meiðsla og getur ekki haldið áfram keppni.