fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. september 2018 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir knattspyrnumenn jafn metnaðarfullir og Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus.

Ronaldo er þekktur fyrir það að vera mjög metnaðarfullur og hugsar um fátt annað en að vinna og að vera í sínu besta standi.

Það sama má ekki segja um fyrrum framherjann Dani Osvaldo sem hefur lagt skóna á hilluna.

Osvaldo var góður leikmaður á sínum tíma og spilaði með liðum eins og Roma, Sampdoria, Inter og Boca Juniors. Hann var einnig í ítalska landsliðinu.

Osvaldo reyndi fyrir sér í fótbolta með vinum sínum í gær en átti á endanum í erfiðleikum með að anda vegna reykinga.

,,Ég er ekki mikill aðdáandi morgnanna. Ég reyki mikið og fór í fótbolta í gær með vinum mínum og kafnaði næstum því,“ sagði Osvaldo.

,,Cristiano Ronaldo fer heim og gerir 150 armbeygjur en mér finnst skemmtilegra að undirbúa grillveislur.“

,,Fótboltinn gaf mér tækifæri á að hjálpa fjölskyldunni minni og að þéna mikið og ég þarf ekki að vinna aftur.“

,,Hann breytti mínu lífi en tók einnig frelsið frá mér og ég get ekki gefið það upp. Ég elska samt ennþá fótbolta, ég get ekki neitað því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu

Fjórir af þeim fimm sem Amorim vildi burt eru enn hjá félaginu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli

Carragher með sneið á Chelsea sem vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Í gær

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning

Var að missa vitið eftir að hafa flutt í nýtt land – Þakklátur foreldrunum sem sýndu mikinn stuðning
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Í gær

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum

Lykilmenn funda á Íslandi á næstu dögum