Emmanuel Eboue, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur verið handtekinn en hann er grunaður um íkveikju.
Mirror greinir frá þessu í dag en þessi 35 ára gamli fyrrum varnarmaður var keyrður á lögreglustöð í dag og er þar í varðhaldi.
Samkvæmt heimildum Mirror er Eboue grunaður um íkveikju fyrir utan heimili í Enfield í London.
Vinir Eboue óttast um heilsu hans en hann lenti illa í því eftir skilnað og sagðist sjálfur vera heimilislaus.
Eboue spilaði 214 leiki fyrir Arsenal á sjö árum áður en hann gekk í raðir Galatasaray í Tyrklandi.
Einnig er óttast um að Eboue eigi ekki efni á þjónustu lögfræðings eftir að hafa verið úrskurðaður gjaldþrota.