fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Kári Árnason um mikilvægi þessa að fá frídaga á HM – ,,Það er frábært að hafa tíma í þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Rússlandi:

,,Endurheimtin hefur gengið vel eftir Argentínu, við fengum frí í gær og það var rólegt daginn eftir leik. Ég held að við séum allir að koma,“ sagði Kári Árnason varnarmaður Íslands í samtali við fjölmiðla í dag.

Íslenska liðið tekur í dag sína fyrstu fullu æfingu eftir leikinn við Argentínu. Nú hefst formlegur undirbúningur fyrir leikinn við Níeríu.

,,Ég er búinn að sjá smá úr leiknum, maður þarf að skoða þetta aðeins betur hvað hefði gekk vel og hvað hefði mátt betur fara. Við viljum aldrei fá á okkur mark, Aguero klárar þetta samt frábærlega. Þetta var nokkuð gott, þeir sköpuðu fá færi. Við fengum betri færi, þeir fengu skotfæri fyrir utan teig.“

Liðið fékk góðan frídag í gær sem Kári segir afar mikilvægt. ,,Það er mjög mikilvægt að fá frídag, það er mikið álag. Það er frábært að við höfum tíma í þetta, hvort það verði eftir Króatíu leikinn er ég ekki viss um. Það er mjög gott að jafna sig almennilega áður en maður fer á fullt í undirbúning fyrir næsta leik.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins