Það er óhætt að segja að baráttan um enska meistaratitilinn verði mjög hörð á næsta ári.
Liverpool er þessa stundina á toppi deildarinnar og er liðið með sex stiga forskot fyrir umferð helgarinnar.
Það er áhugavert að skoða gengi liða deildarinnar á þessu tímabili miðað við gengið á síðasta ári.
Liverpool er með 16 fleiri en á sama tíma í fyrra og er Manchester City með 11 færri stig en á síðustu leiktíð.
Burnley er þá í frjálsu falli þessa stundina en liðið var með heil 20 fleiri stig á sama tíma í fyrra.
Hér má sjá þennan skemmtilega samanburð þegar deildin er hálfnuð.