Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er orðinn þreyttur á ákveðnum stuðningsmönnum liðsins sem halda áfram að kvarta.
Klopp var beðinn um að laga vörn liðsins á síðustu leiktíð sem hann hefur gert en það hefur komið niður á sókn liðsins.
Þjóðverjinn viðurkennir að það sé ekki hægt að ná sáttum við suma stuðningsmenn sem vilja að allt sé fullkomið.
,,Þegar allt gengur frábærlega og við skorum mörk þá er spurt út í vörnina og hvernig við getum lagað það,“ sagði Klopp.
,,Við lögum það, að hluta til, og í kjölfarið þá töpum við smá sköpunargáfu. Það er mjög eðlilegt.“
,,Ég get ekki sagt við strákana: ‘Við höfum lagað hlutina varnarlega en erum ekki að gera nóg sóknarlega.’ Það væri klikkun.“
,,Ef fólk getur ekki notið þess að horfa á okkar fótbolta þá get ég ekki hjálpað þeim. Fólk er alltaf að segja við mig að það vanti eitthvað.“