Stuðningsmenn Southampton voru reiðir yfir leik gegn Manchester United á St. Mary’s í dag.
Southampton þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli í leiknum eftir að hafa komist snemma í 2-0.
Í síðari hálfleik var Southampton með boltann á eigin vallarhelmingi og var tilbúið að sækja að marki gestanna.
Kevin Friend, dómari leiksins, ákvað þó að stöðva leikinn eftir að Romelu Lukaku hafði hrasað.
Lukaku náði ekki stjórn á boltanum og datt í grasið en augljóst var að engin höfuðmeiðsli hafi átt sér stað.
Það er venjan að stöðva leiki ef um höfuðmeiðsli en Lukaku missteig sig aðeins og var fljótur að jafna sig.
Friend ákvað samt að stöðva leikinn, eitthvað sem margir voru mjög óánægðir með.
Best Tackle of Game #MUFC #SOUMUN #munsou #PL #lukaku #Mourinho #PremierLeague #MCIBOU pic.twitter.com/Zn5E9tn7tt
— Anis kutty (@AnisKutty) 1 December 2018