fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Heimir um umdeildan brottrekstur sinn: Kveðst vita hvernig þeir stóðu að málum – ,,Ég er ekki fæddur í gær“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 07:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Guðjónsson þjálfari HB í Færeyjum er gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is. Þátturinn er í heild hér að neðan.

Ár er síðan að Heimir var rekinn mjög óvænt frá FH, þar hafði hann unnið magnað starf. Fyrst sem leikmaður, síðar aðstoðarþjálfari og síðan sem þjálfari.

Heimir var rekinn eftir að FH mistókst að vinna titil sumarið 2017. Sem þjálfari FH vann hann sex Íslandsmeistaratitla fyrir FH og tvo bikarmeistaratitla.

Flestum fannst uppsögn hans mjög ósanngjörn, sérstaklega vegna þess að hún var gerð fremur seint og Heimir gat ekki fengið neitt spennandi starf á Íslandi. Þarna hafði góður þjónn unnið gott starf en meðferðin á honum var ekki upp á sitt besta.

,,Það var frábært að byrja á nýjum stað,“ sagði Heimir um það að hafa tekið við HB í Færeyjum. ,,Fyrir mig var þetta frábært, að breyta til. Ég var búinn að vera í íslensku deildinni sem þjálfari og aðstoðarþjálfari. Fyrst sem aðstoðarþjálfari hjá Óla Jó og síðan sem aðalþjálfari. Það var fínt fyrir mig að fara úr kassanum.“

Heimir er ekki þekktur fyrir að vera níða mönnum skóinn á opinberum vettvangi þó skilja megi á orðum hans, að hann hefði viljað að FH hefði staðið betur að málum.

,,Ég hefði viljað persónulega að þetta hefði verið gert öðruvísi, ég ræð því ekki. Þá endar þetta svona, ef ég ætla að vera með það á bakinu hvernig hlutirnir enduðu í FH þá get ég ekki unnið annars staðar. Ef ég er alltaf að hugsa um það sem gerðist hjá FH, lífið heldur áfram. Ferð á næsta stað og reynir að standa þig þar.“

Heimir kveðst vita hvernig FH vann málið, komið hefur fram að þeir ræddu við Ólaf Kristjánsson áður en Heimir var rekinn.

,,Ég veit alveg hvernig þeir unnu þetta ég er ekki alveg fæddur í gær, þó ég virki þannig stundum.

,,Menn taka sínar ákvarðanir, hvernig þeir vilja gera þetta. Ég hefði viljað að þetta hefði verið gert öðruvísi, ég breyti þessu ekki í dag, og ekki á næsta ári heldur.“

Þáttinn má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota