fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Heimir ræðir einn umdeildasta leik Íslandssögunnar – ,,Dómara farsi frá upphafi til enda“

Victor Pálsson
Föstudaginn 9. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er þjálfari HB í Færeyjum, Heimir Guðjónsson sem var lengi þjálfari FH hér heima.

Heimir ræðir viðkvæmt mál frá árinu 2014 er Stjarnan fagnaði meistaratitlinum eftir leik við FH í lokaumferðinni.

Það sauð allt upp úr eftir þann leik en dómararnir þóttu ekki standa fyrir sínu og tóku nokkrar furðulegar ákvarðanir.

Kassim Doumbia, leikmaður FH, missti til að mynda alveg stjórn á sér eftir leik og ætlaði að vaða í Kristinn Jakobsson dómara.

Heimir ræðir þetta mál í þættinum og þá sérstaklega þá ákvörðun að dæma rangstöðu á Steven Lennon í leiknum sem var kolrangur dómur.

,,Nú get ég talað um það! Það var glórulaust, þessi blessaði leikur. Dómara farsi frá upphafi til enda,“ sagði Heimir.

,,Það var ekki vítið sem Kassim fékk á sig, ekki rangstaðan þegar Óli Kalli skoraði.“

,,Þegar þú horfir á leiknn, á 75. mínútu er innkast og Jón Ragnar hendir boltanum inn. Vemmelund var hægri bakvörður og ég hafði sagt á fundi fyrir leikinn: ‘Engar áhyggjur þó Danni Laxdal stígi upp með vörnina, Vemmelund situr alltaf eftir.“

,,Svo kemur þetta atvik upp og ég held að Atli Guðna hafi flikkað boltanum á Lennon, Vemmelund var tíu metrum fyrir aftan þá og það var flaggað rangstaða.“

,,Á þeim tímapunkti á hliðarlínunni þá man ég eftir því að ég hafði áhyggjur í fyrsta skiptið í leiknum. Ég hugsaði að þetta gæti endað í einhverju basli í restina sem það gerði.“

,,Djöfull var gott að létta þessu af sér. Það var eitthvað bogið við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota