fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Hvað mun yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ gera? – Jón Rúnar er undrandi – ,,Ég hef ekki áttað mig á þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. nóvember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson.

Jón ræðir ýmis mál í þættinum og á meðal annars starf yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ sem er nú auglýst.

Jón segist sjálfur ekki hafa sótt um starfið og viðurkennir það að hann skilji ekki alveg tilganginn á bakvið þá ákvörðun að ráða nýjan mann inn.

,,Ég ætla að taka þessa þjálfaragráðu í Rússlandi! Nei ég hef ekki sótt um,“ sagði Jón Rúnar.

,,Ég sjálfur hef ekki áttað mig á þessari stöðu. Mér finnst þetta vera svolítið í þá átt að sentrelisera einhverja gæða stjórnun.“

,,Ég tek alveg undir það að það þarf að vera einhvers konar starf sem sér um þetta en ég hef miklu frekar talað fyrir því að þessir peningar væru nýttir í að sambandið, félögin, samband félaganna að við félögin myndum samnýta eitthvað af þeim starfskröftum sem við erum með í félögunum.“

,,Ég veit að þetta hljómar þungt en þetta er einfalt. Í svona litlu samfélagi þar sem allt er af skornum skammti þegar kemur að peningum og það er talað um það að við þurfum að auka gæðin hjá okkur, við þurfum að auka menntun okkar manna, við þurfum að auka hitt og þetta.“

,,Það fylgir því aldrei neitt. Það er ekkert erfitt að nýta þessa starfskrafta. Það þarf ekki alltaf að ráða nýtt eða kaupa nýtt til þess að framfylgja einhverju verkefni.“

,,Hvað þetta varðar, ég veit ekki hvernig þetta mun gerast. Ég veit ekki hvað sá sem verður ráðinn, hver sem verður ráðið verði ráðið, það á líka eftir að koma í ljós.“

,,Auðvitað á einhverju sviði hefur hann eitthvað fram að færa en hjá þessum stóru félögum þar sem þú ert með aðalþjálfara, aðstoðarþjálfara, yfirþjálfara yngri flokka, við getum sagt það í 12 liðum í efstu tveimur deildunum, það eru 24 lið og þar eru sirka 24 þjálfarar.“

,,Það má gefa sér það að þetta séu 24 af bestu 24 þjálfurum landsins. Það hlýtur að vera einhver þekking og gæði þarna inni. Svo geturðu farið niður allan stigann, félögin eru að keppast um að fá gott starfsfólk.“

,,Það er mér hulin ráðgáta, af hverju er ekki hægt að nýta þetta? Þú getur fengið þessa þjónustu með því að borga fyrir hana en það virðist vera helvíti erfitt.“

Meira:
90 mínútur með Jóni Rúnari Halldórssyni: Hlustaðu á þáttinn hérna – FH, persónuníð, KSÍ og gervigras

Ætlar aldrei að gefast upp í baráttu sinni við KSÍ – ,,Eins og ársþing sambandsins sé fyrir heyrnalausa og blinda“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal