Það fór fram ótrúlegur leikur í ensku Championship-deildinni í kvöld er Aston Villa og Nottingham Forest áttust við.
Bæði lið eru að berjast í efri hlutanum og stefna væntanlega að því að komast upp um deild.
Birkir Bjarnason er samningsbundinn Villa en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla.
Forest var komið í 2-0 eftir aðeins sex mínútur á Villa Park áður en lánsmaður frá Chelsea, Tammy Abraham jafnaði metin með mörkum á 11 og 14 mínútu.
Matty Cash kom Forest svo í 3-2 stuttu seinna áður en Abraham fullkomnaði þrennu sína á 36. mínútu úr vítaspyrnu. Staðan 3-3 í hálfleik.
Snemma í síðari hálfleik skoraði Joe Lolley svo fjórða mark Forest áður en Tobias Figuereido fékk beint rautt spjald og gestirnir orðnir tíu.
Abraham skoraði sitt fjórða mark á 71. mínútu og þremur mínútum síðar kom Anwar El-Ghazi liðinu í 5-4!
Lewis Grabban reyndist svo hetja Forest á 82. mínútu er hann jafnaði leikinn í 5-5 og þar við sat. Ótrúlegur leikur á Villa Park!
Aston Villa 5-5 Nottingham Forest
0-1 Lewis Grabban(3′)
0-2 Joao Carvalho(6′)
1-2 Tammy Abraham(11′)
2-2 Tammy Abraham(14′)
2-3 Matty Cash(22′)
3-3 Tammy Abraham(víti, 36′)
3-4 Joe Lolley(51′)
4-4 Tammy Abraham(71′)
5-4 Anwar El-Ghazi(75′)
5-5 Lewis Grabban(82′)