Myndband af ógeðslegu einelti í Huddersfield á Englandi hefur gengið eins og eldur í sinu um á veraldarvefnum síðasta sólarhringinn.
Um er að ræða Jamal sem er flóttamaður á Englandi hefur mátt þola harkalegt einelti frá því að hann kom til landsins. Jamal var á göngu í kringum skóla sinn þegar upptaka náðist af eineltinu og ofbeldinu í hans garð.
Myndbandið hefur vakið afar hörð viðbrögð, fólki sárnar að svona líðist í siðmenntuðu samfélagi. Samfélagið í Huddersfield hefur líka fengið nóg, hafin er farinn söfnun fyrir Jamal og fjölskyldu.
Þau eiga ekki mikla fjármuni og ætlar samfélagið í Huddersfield að styrkja þau með söfnun. Þegar þetta er skrifað hafa safnast meira en tíu milljónir.
Myndbandið og málið snertir marga, þar á meðal Jón Daða Böðvarsson framherja íslenska landsliðsins og Reading.
,,Frábært málefni, en það þarf að gera eitthvað. Einelti er viðbjóðslegur hlutur,“ skrifar Jón á Twitter.
,,Það er árið 2018 og þetta er áfram vandamál, það er hræðilegt. Ég sendi góða strauma til Jamal.“
A good cause this. But something needs to be done.
Bullying is a disgusting thing. It’s 2018 and it’s still an ongoing problem. That’s just absolutly awful. All my heart goes to Jamal. https://t.co/scoeY6Elp2
— Jon Dadi Bodvarsson (@jondadi) November 28, 2018