Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton hefur verið í geggjuðu formi á þessari leiktíð. Reynir Leósson, sérfræðingur á Stöð2 Sport fór yfir málið.
Gylfi er á sínu öðru tímabili hjá Everton, eftir smá vandræði á fyrstu leiktíð hefur Gylfi fundið sitt besta form undir stjórn Marco Silva.
Silva tók við Everton í sumar og er liðið í sjötta sæti deildarinnar, Gylfi hefur verið besti leikmaður liðsins.
„Ég vil hrósa Silva að hann rétti Gylfa lyklana af Everton-rútunni og hann stýrir þessu. Hann er maðurinn og það leita allir til hans,“ sagði Reynir Leósson, einn sérfræðingur Messunnar.
„Gylfi æfði ekki fótbolta fyrr en daginn fyrir leik og það var óvíst hvort að hann myndi spila en samt var hann mættur þarna, yfirburðarmaður.“
„Ég held að þeim þjáfurum sem beri gæfa til þess að gera hann að aðalmanninum í sínu liði og það ber ávöxt,“
Umræðuna má sjá hér að neðan.