Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, ef leikmenn utan fimm efstu liða eru teknir saman.
Þetta kemur fram í samantekt Football 365 en Gylfi hefur verið geggjaður á þessu tímabili.
Gylfi er fyrir ofan Anthony Martial leikmann Manchester United og fleiri góða.
,,Eftir að hafa drukknað hjá Tottenham, komst Gylfi aftur á flot í lítilli laug hjá Swansea,“ sagði í umfjöllun Football365.
,,Ári eftir komu sína til Goodison Park er hann að finna sig vel í meðalstóri sundlaug, Gyfli nýtur sín best þegar liðið er smíðað í kringum hann frekar en að vera settur inn í eitthvað kerfi sem Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce gerðu. Marco Silva er að fa borgað vel til baka að gera Gylfa einn af þeim mikilvægustu í sinni vél.“
,,Sex mörk, tvær stoðsendingar í 13 leikjum er gott fyrir leikmann sem skoraði sex mörk og lagði upp fimm í 25 byrjunarliðsleikjum í fyrra.“
Tíu bestu utan fimm efstu liða:
10) Federico Fernandez
9) Glenn Murray
8) Etienne Capoue
7) Ben Chilwell
6) Aaron Wan-Bissaka
5) Richarlison
4) Ryan Fraser
3) Callum Wilson
2) Anthony Martial
1) Gylfi Sigurdsson