Óhætt er að mæla með ævisögu Arons Einars Gunnarssonar, landsliðsfyrirliða Íslands sem nú er kominn í búðir. Sagan mín er merkileg bók sem Aron Einar var að gefa út.
Bókin hefur fengið góða dóma en þar fer Aron Einar ítarlega í mörg mál sem aldrei hafa komið fram í fjölmiðlum.
Eitt af því sem Aron Einar viðurkennir er þegar hann, bróðir hans og einn félagi kveiktu óvart sinubruna á Akureyri. Þeir ætluðu sér að kveikja í He-Man kalli sem þeir áttu.
Allt fór hins vegar úrskeiðis og talsverður sinubruni varð við Glerá sem tókst hins vegar að slökkva. Um þetta atvik má lesa í bók Arons. Aron var ekki orðinn 7 ára gamall þegar atvikið átti sér stað.
,,Starfsmenn Slökkviliðs Akureyrar voru kallaðir út eftir hádegi í gær til að slökkva sinubruna sem tveir unglingar höfðu kveikt á svæði meðfram Gleránni við endann á Skarðshlíðinni,“ sagði í frétt Dags í mars árið 1996
,,Gísli Kristinn Lórenzson, varaslökkviliðsstjórí, segir þetta annan sinubranann í ár. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en Gísli segir að nú fari að koma mjög hættulegt tímabil þar sem mikill þurrkur sé. Því sé mikilvægt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að kveikja ekki í sinu, ekki síst vegna þess að á mörgum stöðum sé viðkvæmur trjágróður sem gæti orðið fyrir óbætanlegum skemmdum.“