Andre Hansen, fyrrum markvörður KR í Pepsi-deildinni, hefur tekið miklum framförum undanfarin ár.
Hansen lék með KR sumarið 2009 en hann lék átta leiki fyrir liðið í deild á láni frá Lillestrom.
Hansen var svo keyptur til Odd þar sem hann lék yfir 100 leiki á þremur árum. Rosenborg opnaði svo veskið og keypti leikmanninn.
Hansen hefur undanfarin þrjú ár verið aðalmarkvörður Rosenborg sem varð norskur meistari fyrr á árinu.
Markvörðurinn stóð sig mjög vel og var í gær valinn besti leikmaður deildarinnar á tímabilinu.
Hansen er 28 ára gamall og á að baki þrjá landsleiki fyrir Noreg. Hann lék sinn fyrsta leik árið 2013.
Årets spiller i Eliteserien: Andre Hansen, @RBKfotball? Gratulerer så mye! #fotballfesten2018 pic.twitter.com/JtJ7smcj37
— NorgesFotballforbund (@nff_info) 25 November 2018