fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Landsliðsmenn elska Frey og Guðni fann fyrir því: ,,Það var vinsæl ákvörðun að hann skildi koma meira inn“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Þátturin birtist á laugardag en þar fer Guðni yfir starf sitt hjá sambandinu, hann þarf að endurnýja umboð sitt í febrúar, þegar ársþing KSÍ fer fram.

Í sumar þurfti Guðni ásamt stjórn KSÍ að ráða inn nýtt þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Erik Hamren tók starfið og Freyr Alexandersson var ráðinn aðstoðarþjálfari.

Rætt var um á götum bæjarins, hvort Freyr myndi hreinlega taka við liðinu. Leikmenn liðsins bera mikla virðingu fyrir honum og telja hann afar færan þjálfara. Fyrir þessu fann Guðni.

,,Ég tók stöðuna á lykilmönnum og auðvitað búinn að vera mikið í kringum liðið, þeir ræddu við mig líka. Það er stundum ágætt að vera fyrrverandi leikmaður, það er ákveðið bræðralag og tengsl, þó maður haldi fjarlægð,“ sagði Guðni í 90 mínútum.

,,Ég skynjaði það að leikmenn voru mjög hrifnir af Frey, fannst mikið til hans koma sem þjálfara og leikgreinanda.“

Íslenska liðið hefur ekki unnið leik undir stjórn Hamren en Guðni segir ánægju hafi ríkt með að Freyr skildi vera í teyminu.

,,Það var vinsæl ákvörðun að hann skildi koma meira inn í teymið, ég held að það sé mikil ánægja með það. Mér finnst það hafa virkað hingað til, þó úrslitin hafi ekki komið. Leikurinn gegn Frakklandi og fleiri góðir hlutir. Það var góð ákvörðun að fá Frey inn í teymið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum