fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Guðni vill ekki fara alla leið í gervigrasvæðingunni: Ég vona að það verði náttúrulegt gras

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Guðni Bergsson formaður KSÍ sem mun í febrúar reyna að endurnýja umboð sitt í starfi.

Mörg íslensk félög eru að færa sig yfir á gervigrasið en það getur verið mikið vesen að viðhalda grasvöllum hér á landi.

Guðni var spurður út í stefni KSÍ þegar kemur að þeim málum en hann segir að þessar ákvarðanir séu í höndum félaganna.

,,Við látum þetta bara eftir aðildarfélögunum að taka ákvörðun um þetta, skoðanirnar eru mismunandi,“ sagði Guðni.

,,Það eru kostir og gallar í öllu. Ég held að flestir séu á því að góður grasvöllur er það besta sem er spilandi á fótbolta og horfandi á fótbolta á góðum grasvelli.“

,,Það eru ekki margir vellir sem bjóða upp á það í langan tíma, við erum að tala um tvo eða þrjá mánuði max og ekki allir vellir. Sumir verða aldrei góðir.“

,,Fyrir vikið, útaf þessari nýtingu sem fæst með gervigrasi þá er meira farið út í gervigrasvelli.

,,Ég persónulega er hrifinn af náttúrulegu grasi, það fylgir því bruni og leiðindi að fara í skriðtæklingar á gervigrasi.“

,,Menn vita nákvæmlega hvernig boltinn rúllar og fleira og það kemur svona flæði en svo eru aðrir þættir sem maður saknar frá náttúrulega grasinu.“

,,Við höfum ekki mótað einhverja stefnu og látið félögum eftir. Umræðan er er af hinu góða, ég vona að við förum ekki alla leið í þessu og að það verði náttúrulegt gras.“

,,Ég sé þetta í framtíðinni, það er ákveðin lausn í hybrid grasi sem er með gervi þráðum og við erum mögulega að skoða það þegar kemur að Laugardalsvelli.“

,,Það er alltaf hægt að fara til baka. Ég held að við verðum með blöndu af gervigrasi og náttúrulegu grasi.“

Umræðan hefst eftir um 39 mínútur í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum