fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Borgaði fimm milljónir fyrir leikmann sem kunni ekki að skalla boltann: ,,Kom fram við hann eins og sjö ára barn“

Victor Pálsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 20:27

Kroldrup er hér til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Moyes var lengi stjóri Everton á Englandi og var í guðatölu hjá stuðningsmönnum áður en hann tók við Manchester United.

Það eru ekki allir leikmenn sem stóðu sig vel undir Moyes hjá Everton en hann keypti ófáa leikmenn til félagsins.

Nefna má þá Diniyar Bilyaletidinov, James Beattie eða Andy van der Meyde sem stóðu ekki undir væntingum.

Leon Osman lék lengi undir stjórn Moyes og hefur nú nefnt verstu kaup hans hjá félaginu.

Osman talar um varnarmanninn Per Kroldrup sem kom til Everton frá Udinese árið 2005. Hann spilaði bara einn leik.

,,Stjórinn borgaði fimm milljónir fyrir hinn danska Per Kroldrup, sem var há upphæð fyrir varnarmann á þeim tíma,“ sagði Osman.

,,Á fyrstu æfingunni þá tók stjórinn hann til hliðar og byrjaði að æfa skalla, eins og þú gerir með sjö ára barn. Hann hélt á boltanum og sagði: ‘Ertu tilbúinn? Einn, tveir, þrír og hoppa!’

,,Það var ótrúlegt. Ég veit ekki hvað gerðist en hann hafði fattað það að Per var ekki öflugur í að skalla boltann. 5 milljónir fyrir hafsent sem getur ekki skallað…“

,,Þú getur verið eins hæfileikaríkur og þú vilt í úrvalsdeildinni en þú þarft að kunna að skalla boltann. Per kom frá Udinese í Serie A þar sem varnarmönnum leið vel á boltanum, voru góðir að staðsetja sig en voru ekki of líkamlegir.“

,,Það var eins og Per hafi ekki viljað skalla boltann sem var ótrúlegt fyrir hafsent. Hann eyddi svo sex árum hjá Fiorentina, hann var góður leikmaður en hentaði ekki úrvalsdeildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum