fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Aron Einar fer yfir það þegar hann áttaði sig á því að hárið þyrfti að fjúka – Sonur hans skírður eftir liði á Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins er að gefa út ævisögu sína. Hún er mættí allar helstu verslanir.

Aron Einar var mættur að ræða bókina sína í Brenslunni á FM957 í dag og þar fékk hann margar áhugaverðar spurningar.

,,Ég var bara farinn að missa hárið, ég fékk ekki augnablikið þar sem einhver félagi lét mig vita. Flóðlýsing og rigning, þá var ég í veseni, safna skeggi í leiðinni, til að vera harður,“ sagði Aron Einar í þættinum.

Aron Eignaðist sinn annan son á dögunum, hann fékk nafnið Tristan Þór. Nafnið Þór kemur vegna þess að Aron Einar elskar Þór Akureyri, þar ólst hann upp.

,,Það er þannig, Þór Akureyri, þetta misheppnaðist aðeins. Við ætluðum að koma heim fyrir og hafa nafnapartý, við vorum ekki komin heim áður en bókin kom út. Við hringdum í fjölskylduna og létum því vita.“

Aron fór einnig yfir það af hverju hann hatar KA, erkifjendur Þórs.

,,Þegar ég ólst upp við KA og Þór, það var hatur. Rígur á milli, þú varst Þórs eða KA maður. Frændi og langafi stofnuðu Þór, ég er rauður í gegn.“

Hér að neðan eru nokkrar spurningar sem Aron svaraði.

Mest óþolandi gælunafn?
Gunnar, ég er kallaður Gunnar úti, vegna Gunnarsson. Ég heiti ekki Gunnar, pabbi heitir Gunnar

Uppáhalds veitingastsaður?
Ég fór á Grillmarkaðinn í gær,

Hvernig bíl áttu?
Ég á Audi

Uppáhalds sjónvarpsþættir?
Ég myndi fara í Breaking Bad, geggjaðir þættir.

Uppáhalds tónlistamaður?
Ég verð að gefa mínum manni, EmmsjéGauti

Hvað færðu þér í bragðrefinn?
Hitt, kókosbolla og jarðaber

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með?
KA, aldrei. Aldrei

Erfiðasti andstæðingur?
Það kemur fram í bókinni, ég ætla að segja tvo. Ballack og Van Bommel.

Mest óþolandi andstæðingur?
Það var gæi í Shrewsbury, ég veit ekk hvað hann heitir. Van Bommel var líka þreyttur.

Sætasti sigurinn?
Það var ekki sigur, jafnteflið á mótið Kazhakstan. Þar byrjuðum við

Fallegasti knattpsyrnumaðurinn á Íslandi?
Rúrik Gíslason, ég og hann höfum farið í gegnum ýmislegt. Hann er góður vinur og félagi, það er ekki hægt að segja slæmt um hann. Við höfum verið saman frá U21 árs landsliðinu.

Uppáhalds staður á Íslandi?
Akureyri

Hvað ertu með í forgjöf?
Ég er ekki með forgjöf, ég hef verið að leika mér. Núna get ég ekki spilað út af ökklanum

Hver er besti vinur þinn í Cardiff?
Morrisson, fyrirliðinn okkar

Hvað áttu marga bíla?
Ég á einn og konan einn

Ef þú værir dýr, hvaða dýr værir þú?
Ég væri naut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær

Sjáðu hið stórfurðulega mark uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum

Fólki brugðið við að sjá nafn Ed Sheeran á listanum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ná samkomulagi við Liverpool

Ná samkomulagi við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“
433Sport
Í gær

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Í gær

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum