Conor Coady, leikmaður Wolves, var mjög hræddur við Luis Suarez, leikmann Liverpool á sínum tíma.
Coady er uppalinn hjá Liverpool en hann lék með liðinu frá 2005 til 2013 áður en hann samdi við Huddersfield og síðar Wolves.
Coady viðurkennir það að það hafi verið erfitt að mæta Suarez á æfingum en á þessum tíma var Úrúgvæinn einn öflugasti leikmaður ensku deildarinnar.
,,Ég veit ekki með að herða mig en á þessum tíma þá var ég skíthræddur við Luis,“ sagði Coady.
,,Hann fór illa með mig margoft í röð en það var frábær reynsla. Ég var bara krakki að reyna að bæta mig og hann var stórkostlegur leikmaður.“
,,Ég hélt þó alltaf áfram. Þetta snýst um karakter. Þú mátt ekki gefast upp, sama hver andstæðingurinn er.“
,,Sergio Aguero er annar. Ég hef spilað nokkrum sinnum gegn honum síðustu tvö ár. Hann er mjög gáfaður.“
,,Hann byrjar alltaf fyrir aftan þig og er rangstæður. Það er erfitt að finna hann því þú sérð hann aldrei.“