Grínistinn James Corden er mikill aðdáandi West Ham United á Englandi en hann býr þessa dagana í Bandaríkjunum.
Corden gerði garðinn frægan í heimalandinu áður en hann tók skrefið erlendis og sér nú um sinn eigin sjónvarpsþátt.
Hann fylgist þó enn með öllum leikjum West Ham og sá liðið tapa 4-0 gegn Manchester City í gær.
Corden var lítið hrifinn af Arthur Masuaku sem hefur ekki þótt vera sannfærandi í treyju félagsins.
Masuaku er 25 ára gamall vinstri bakvörður og kom til West Ham frá Olympiakos fyrir tveimur árum.
,,Hvernig Masuaku fær að byrja alla leiki veit ég ekki,“ skrifaði Corden á meðal annars á Twitter.
Þarf að breyta til? Svo segir Corden.